Omega-3 fiskiolía fyrir þig og þína

Krakkagott
Bragðgott
Sport Omega
Perlur

Omega-vörulínan okkar samanstendur af fimm mismunandi afurðum sem eru unnar úr síldarlýsi og henta öllum í fjölskyldunni.  Síldarlýsið er einstaklega bragðgott og hefur tvívegis hlotið hin alþjóðlegu Superior Taste Awards verðlaun. Það viðheldur góða bragðinu ríflega tvöfalt lengur en venjulegt þorskalýsi. Það inniheldur allar heilsusamlegu Omega-3 fitusýrurnar, þar á meðal EPA (eikósapentaensýru) og DHA (dókósahexensýru), auk A- og D-vítamína.

Síldarlýsið er með mjög lágt oxunarstig og stöðugt frá náttúrunnar hendi. Lýsi oxast (þránar) hratt við meltingu sem getur leitt til ropa (bakflæðis) en hinn einstaki stöðugleiki síldarlýsisins hægir á oxun þess og minnkar mjög líkurnar á bakflæði og lýsisbragði eftir neyslu.

 Omega-vörulínuna frá Pure Arctic má finna í eftirfarandi útsölustöðum:
Fjarðarkaupum, Krónunni, Lyf og heilsu, Apótekaranum, Apótekum Lyfju, Apóteki Hafnarfjarðar, Apóteki Garðabæjar, Árbæjarapóteki, Apóteki Mos, Lyfsalanum Glæsibæ og Lyfsalanum Vesturlandsvegi.

Hreint íslenskt hráefni

Omega-3 síldarlýsið okkar byggir á miklum gæðum hráefnisins sem er upprunnið í ferskri íslenskri síld. Síldin er veidd í óspilltum og sjálfbærum fiskimiðum Norður-Atlantshafsins í kringum Ísland.

Lýsið er ekki einungis unnið úr lifrinni heldur einnig kjötinu af fisknum og útkoman er einstaklega ferskt lýsi. Á stuttum líftíma sínum þrífst síldin mestmegnis á svifi og safnar því í sig takmörkuðu magni af aðskotaefnum eins og þungmálmum.

Tvöfalt geymsluþol

Sjálfstæðar prófanir hafa sýnt að síldarlýsið hefur tvöfalt geymsluþol á við sambærilegar vörur. Við höldum því fram að lýsið haldi ferskleika sínum og bragðgæðum að minnsta kosti tvöfalt lengur eftir opnun samanborið við hefðbundið þorskalýsi. Þetta mikilvæga forskot veitir ánægjulega upplifun í hvert sinn sem þú neytir vörunnar. Lýsi oxast hratt við meltingu sem getur leitt til ropa (bakflæðis), en hið tvöfalda geymsluþol síldarlýsisins þýðir að líkurnar á bakflæði og lýsisbragði eftir neyslu eru hverfandi.

2019 Pure Arctic
Vefhönnun: Promis ehf.