Omega-3 fiskiolía fyrir þig og þína

Krakkagott
Bragðgott
Appelsínubragðgott
Sport Omega
Perlur
Omega-vörulínan okkar samanstendur af fimm mismunandi afurðum sem eru unnar úr síldarlýsi og henta öllum í fjölskyldunni.  Síldarlýsið er einstaklega bragðgott og hefur tvívegis hlotið hin alþjóðlegu Superior Taste Awards verðlaun. Það viðheldur góða bragðinu ríflega tvöfalt lengur en venjulegt þorskalýsi. Það inniheldur allar heilsusamlegu Omega-3 fitusýrurnar, þar á meðal EPA (eikósapentaensýru) og DHA (dókósahexensýru), auk A- og D-vítamína.

Síldarlýsið er með mjög lágt oxunarstig og stöðugt frá náttúrunnar hendi. Lýsi oxast (þránar) hratt við meltingu sem getur leitt til ropa (bakflæðis) en hinn einstaki stöðugleiki síldarlýsisins hægir á oxun þess og minnkar mjög líkurnar á bakflæði og lýsisbragði eftir neyslu.
Omega-vörulínuna frá Pure Arctic má finna í eftirfarandi útsölustöðum:

Lyfjaverslanir:

Krónan:

Nettó:

Aðrar verslanir:

Vefverslanir:

Rifið lamb

Íslenskt lambakjöt er engu líkt. Þar spilar saman aldarlöng ræktunaraðferð íslenskra bænda og óspillt íslensk náttúra þar sem hreint vatn, iðjagrænt gras, lyng, ber og villtar kryddjurtir eins og Rauðsmári, Blóðberg, Stör, Víðir, Gullintoppa og Hvönn eru á matseðlinum.Íslensk lömb ganga frjáls um fjöll og dali og beitarlönd á íslensku heiðunum og bíta þar þessar villtu jurtir og annan næringarríkan gróður.

Pulled lamb er vara, þróuð af Pure Arctic, sem við höfum markaðsett í Danmörku með góðum árangri og erum að hefja markaðssetningu á hér á landi.Pure Arctic er í nánu samstarfi við Icelandic lamb um markaðssetningu íslenska lambakjötsins hérlendis jafnt og erlendis.
Varan fæst í: Fjarðarkaup, Hagkaup og Krónunni.

Hreint íslenskt hráefni

Omega-3 síldarlýsið okkar byggir á miklum gæðum hráefnisins sem er upprunnið í ferskri íslenskri síld. Síldin er veidd í óspilltum og sjálfbærum fiskimiðum Norður-Atlantshafsins í kringum Ísland.

Lýsið er ekki einungis unnið úr lifrinni heldur einnig kjötinu af fisknum og útkoman er einstaklega ferskt lýsi. Á stuttum líftíma sínum þrífst síldin mestmegnis á svifi og safnar því í sig takmörkuðu magni af aðskotaefnum eins og þungmálmum.

2019 Pure Arctic
Vefhönnun: Promis ehf.