Rifið lamb

Rifið lamb

Íslenskt lambakjöt er engu líkt. Þar spilar saman aldarlöng ræktunaraðferð íslenskra bænda og óspillt íslensk náttúra þar sem hreint vatn, iðjagrænt gras, lyng, ber og villtar kryddjurtir eins og Rauðsmári, Blóðberg, Stör, Víðir, Gullintoppa og Hvönn eru á matseðlinum.

Íslensk lömb ganga frjáls um fjöll og dali og beitarlönd á íslensku heiðunum og bíta þar þessar villtu jurtir og annan næringarríkan gróður.

Lömbin vaxa og dafna úti í náttúrunni allt sumarið án sýklalyfja, vaxtarhormóna eða erfðabreytinga.

Íslenskir sauðfjárbændur sem eiga afkomu sína undir búskapnum fylgjast náið með kindunum sínum allt árið.

Lambakjötsafurðirnar bera því af hvað varðar bragð, hreinleika og gæði miðað við sambærilegar afurðir.

Pulled lamb er vara, þróuð af Pure Arctic, sem við höfum markaðsett í Danmörku með góðum árangri og erum að hefja markaðssetningu á hér á landi.

Pure Arctic er í nánu samstarfi við Icelandic lamb um markaðssetningu íslenska lambakjötsins hérlendis jafnt og erlendis.

Varan fæst í: Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Krónunni.

Uppskrift
2019 Pure Arctic
Vefhönnun: Promis ehf.